Brasilíski miðjumaðurinn Arthur Henrique Santos Ramos de Oliveira Melo er kominn að láni til Liverpool. Hann er leikmaður Juventus en verður hjá Liverpool til vors.
Arthur hóf feril sinn með Gremio í heimalandi sínu. Með liðinu vann hann brasilísku bikarkeppnina 2016 og Suður Ameríkukeppni félagsliða, Copa Libertadores, árið eftir.
Hann gekk til liðs við Barcelona 2018. Hann vann Stórbikar Spánar 2018 og varð svo Spánarmeistari 2019.
Arthur var aðeins tvær leiktíðir hjá Barcelona og fór til Juventus 2020. Hann vann Stórbikar Ítalíu sama ár og svo ítölsku bikarkeppnina 2021.
Hann hefur leikið 22 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað eitt mark. Arthur var í liðshópi Brasilíu sem vann Suður Ameríkukeppnina 2019 eftir 3:1 sigur á Perú. Alisson Becker og Roberto Firmino voru í sigurliði Brasilíu. Arthur var valinn í úrvalslið keppninnar.
,,Ég er virkilega ánægður með að fá tækifæri til að klæðast þessari mögnuðu treyju með félagsmerkinu fræga sem hefur svo mikla þýðingu í knattspyrnuheiminum. Þetta er algjör draumur. Við ræddum lengi saman og vorum sammála um hugmyndir og framtíðarsýn. Ég er viss um að það var rétt ákvörðun að koma hingað.”
Arthur verður 9. Brasilíumaðurinn sem klæðist búningi Liverpool.
Hinir eru:
Lucas Leiva - 346 leikir
Roberto Firmino - 332 leikir
Philippe Coutinho - 201 leikur
Alisson - 189 leikir
Fabinho - 176 leikir
Fabio Aurelio - 134 leikir
Diego Cavalieri - 10 leikir
Alexander Doni - 4 leikir
Það er athyglisvert að 3 af 9 Brasilíumönnum á listanum skuli vera markmenn.
Við bjóðum Arthur hjartanlega velkominn til félagsins.
YNWA
Hozzászólások